Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Feb 18, 2024
Uppfinningar
Sunday Feb 18, 2024
Sunday Feb 18, 2024
Í þessum þætti förum við yfir frábærar uppfinningar mannsins, ömurlegar uppfinningar mannsins og fáránlega fyndnar og jafnvel tilgangslausar uppfinningar mannsins. Til dæmis: Hjólastóll með pedölum, skautabarnaróla, barnabúr í glugga, dildo ruggustóllinn og hver var það sem fann upp helvítis pop up auglýsingar í tölvunni þinni! Við nafngreinum þann andskota!



Sunday Feb 11, 2024
Trúmál
Sunday Feb 11, 2024
Sunday Feb 11, 2024
Í þessum þætti fáum við 2 gesti, Davíð sem kemur sem trúarsérfræðingur og Þröstur sem er ekta Íslendingur og trúir á álfa. Það er kominn safi í hópinn þar sem við erum að halda upp á afmælið hans Birkis þennan dag og vafasamar skoðanir koma í ljós. Birkir segir okkur frá draug sem ofsækir vinnustaðinn hans, Daði kallar Jodie Foster bölvaðan lygara, Þröstur trúir ekki á glimmer fullnægingu álfa, og er Davíð satanisti eða ekki? Í þessum þætti er mörgum spurningum svarað og sumar eru hreinlega ekki svaraverðar!



Sunday Feb 04, 2024
Youtube
Sunday Feb 04, 2024
Sunday Feb 04, 2024
Birkir sýnir okkur nýja hárgreiðslu (vídeó á instagram/facebook/youtube). Hann útskýrir einnig fyrir okkur hvað Panus er, við förum yfir um 3.000 persónuleg hate comments sem áttu eitt sameiginlegt, og í guðanna bænum, getur einhver útskýrt fyrir Birki muninn á BTS og BDSM! Já, fyrirbærið youtube fær líka einhverja umfjöllun í þættinum!



Sunday Jan 28, 2024
Tónlistarsmekkur
Sunday Jan 28, 2024
Sunday Jan 28, 2024
Í þessum þætti förum við yfir tónlistarsmekk hvors annars, og dæmum, sumir meira en aðrir, það er óhætt að segja að Birkir er stórhneykslaður á því sem stendur upp úr hjá Daða í tónlistinni. Við hringjum í mesta Metallica aðdáanda Íslands og gerum hann þokkalega pirraðan. Birkir kastar svakalegum upplýsingum út í kosmósinn sem þarf að skoða og ræða frekar í náinni framtíð og hver er kallaður Bono tottandi lítið gerpi? Það kemur allt í ljós í þessum þætti!



Sunday Jan 21, 2024
Viðtal: Garðar "Kilo" Eyfjörð
Sunday Jan 21, 2024
Sunday Jan 21, 2024
Við fengum hinn ótrúlega skemmtilega Garðar eða Kilo til okkar í viðtal. Hann er ekki bara skemmtilegur, fyndinn og frábær rappari, heldur líka með skemmtilegri sögumönnum sem finnast. Hann fer yfir æskuna, neysluna, hjartaáfallið, vandræðalegasta atvikið og margt fleira í þessum stórskemmtilega þætti.



Sunday Jan 14, 2024
Samsæriskenningar
Sunday Jan 14, 2024
Sunday Jan 14, 2024
Er jörðin flöt? Er Lee Harvey Oswald saklaus? Hvað gerðist 9/11?
Settu á þig álhattinn með Birki og Daða og kafaðu aðeins með þeim niður í nokkrar samsæriskenningar.



Sunday Jan 07, 2024
Lýtaaðgerðir
Sunday Jan 07, 2024
Sunday Jan 07, 2024
Í þessum þætti fjalla Birkir og Daði um lýtaaðgerðir, einhverjir þurfa ekki endilega á þeim að halda, aðrir þurfa kannski smá á þeim að halda, og sumir fara hreinlega overboard í þeim. Hér er ekki verið að dæma neinn, einkunnarorð þessar þáttar eru "You do you if it makes you happy".
Skál!



Monday Jan 01, 2024
Fóbíur
Monday Jan 01, 2024
Monday Jan 01, 2024
Í þessum fyrsta Búbblur & Bjór þætti fjöllum við um allsskonar fóbíur sem sálir heimsins þurfa að díla við, sumar skiljanlegar, aðrar stórfurðulegar! Ert þú með fóbíu? Skál!