Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Jun 16, 2024
The Noughties
Sunday Jun 16, 2024
Sunday Jun 16, 2024
Í þessum þætti förum við yfir The 2000´s eða The Noughties eins og það kallast víst. Ja hvað gerðist? Sem dæmi af því sem við förum yfir er það að iPodinn mætti, myspace, netflix, hrunið, rosalegir sjónvarpsþættir fóru af stað, svakalegar bíómyndir, Halli í Botnleðju hefði getað verið trommarinn í Coldplay og við sluppum með skrekkinn þar sem að Y2K varð ekki að raunveruleika, en hvað í raun var það? Svo förum við í spurningakeppni þar sem við gáum hvort meðstjórnandi þáttarins eða makar okkar þekki okkur betur, Birkir fann upp lausn við fatastærðarvandamáli heimsins, mjög djúp pæling, og auðvitað er Dagbók Daða í þættinum...Daða til mikillar gleði...



Sunday Jun 09, 2024
Húmor
Sunday Jun 09, 2024
Sunday Jun 09, 2024
Davíð og Þröstur heimsækja okkur í þessum þætti til að tala um húmor! Þú vilt ekki missa af þessum þar sem við förum í geggjaða pabbabrandarakeppni! Vissir þú að það var hláturfaraldur árið 1962? Hann var töluvert skemmtilegri en Covid. Þarf maður virkilega að hafa svo miklar áhyggjur af Cancellation Nation? Við rifjum upp vandræðalegar sögur af okkur úr fortíðinni sem tengjast prumpi, lituðum hökutoppum, tveimur gömlum konum í Kringlunni sem spyrja Birki hvort hann sé í G-streng og á hversu marga bíla hefur Davíð bakkað á sem voru í eigu Daða? Þættinum er svo lokað á tveimur sprengjum þar sem Daði hefnir sín fyrir árekstrana!



Sunday Jun 02, 2024
Blæti
Sunday Jun 02, 2024
Sunday Jun 02, 2024
Blæti! Hvað er blæti, hvernig blæti eru til? Dr. Birkir og Dr. Daði leggjast hér yfir hin ýmsu blæti mannkynsins. Sumt skrítið, annað eitthvað annað, hér er enginn að dæma, við erum bara að velta steinum og hafa gaman. Stórar spurningar sem við svörum er t.d. hvað er soft vore, hvað er hard vore, hvað er gasmasking blæti, við förum yfir þetta allt saman og miklu fleira. Við hringjum einnig í góðvin þáttarins hann Davíð og skoðum blætin hans. Svo fer Birkir í skemmtilegan leik!



Sunday May 26, 2024
Supernatural
Sunday May 26, 2024
Sunday May 26, 2024
Hér ræðum við um hið yfirnáttúrulega, það hljómaði bara eitthvað svo miklu betur að skíra þáttinn „Supernatural“ frekar en „Yfirnáttúrulegt“. Þabbaraþannig! En í þessum þætti fáum við góða gesti, þá Davíð og Þröst sem voru með okkur í trúmálsþættinum sem fékk rosalegar góðar viðtökur og eiginlega bara sló í gegn! Núna tökum við fyrir t.d. drauga, vampírur, varúlfa, uppvakninga (zombies), Bigfoot sem virðist vera til út um allan heim, hafmeyjur og margt fleira. Förum aðeins yfir það af hverju það er svona erfitt að segja lirfa og að sjálfsögðu barst Birki bréf úr dagbók Daða...enn eitt skiptið!



Sunday May 19, 2024
B&B Gameshow
Sunday May 19, 2024
Sunday May 19, 2024
Sennilega einn misheppnaðasti örþáttur sem hefur verið tekinn upp. Það er séns að við höfum verið aðeins í glasi og galsa, við förum í nokkra leiki eins og hvort myndirðu frekar, viljiði ekki vita hvaða vin Birkir myndi vilja að Daði myndi drepa ef hann þyrfti þess (mjög steikt dæmi)...og getur Daði hætt að drekka? Birkir stingur upp á samheitaleik til að athuga hversu tengdir við erum, svo er auðvitað ný dagbók Daða, enda getur hann ekki hætt að senda Birki email um dagleg ævintýri sín...



Sunday May 12, 2024
Tækni
Sunday May 12, 2024
Sunday May 12, 2024
Við leysum stóru málin í þessum þætti! Birkir segir okkur frá vankunnáttu sinni á email, hversu erfitt það er að finna forritið í tölvunni, er stríð á milli IOS og Android, veistu hvenær fyrsti rafmagnsbíllinn kom, hver varð óheppin/n varðandi deepfake, og hvað er deepfake? Daði er handviss um það að A.I. verða endalok mannkynsins, við förum yfir sturlaðar staðreyndir um tækniframþróun og lentum við á tunglinu eða? Hér leysum við stóru spurningarnar, eða svona þangað til að það líður á þáttinn, þá erum við farnir að tala með rassgatinu, en dagbók Daða heldur sínum stað...enn eitt skiptið!



Sunday May 05, 2024
Viðtal: Friðrik "Frigore" Thorlacius
Sunday May 05, 2024
Sunday May 05, 2024
Friðrik Thorlacius eða Frigore eins og margir þekkja hann skaust á sjónarsviðið aðeins 18 ára gamall árið 2004 með hljómsveitinni sinni Igore, með stórsmellinn Kókómalt sem allir ættu að þekkja. Síðan þá hefur hann komið víða við á tónlistarferlinum með Plugg´d, KSF og Manic State sem dæmi, hann er einnig mjög virkur DJ í ýmsum verkefnum hér og þar um bæinn og landið, kemur meðal annars sterkur inn í brúðkaupsveislurnar. Einnig ræðum við útvarpsferilinn, nýja pabbahlutverkið og margt margt fleira, hann deilir því meðal annars með okkur hver er hans forseti og við hendum honum auðvitað í nokkrar misgáfulegar spurningar!



Sunday Apr 28, 2024
Leikjaþættir
Sunday Apr 28, 2024
Sunday Apr 28, 2024
Við þekkjum öll leikjaþætti eða „Game Shows“.
En hvað með alla þessa rugluðu sem hafa verið teknir af dagskrá? Og af hverju voru þeir teknir af dagskrá? Við ætlum að fara yfir einhverja rugluðustu leikjaþætti sem hafa ratað á sjónvarpsskjáinn og komast til dæmis að því hvaða þáttur fékk bara 3 þætti sýnda í sjónvarpi áður en hann var tekinn af dagskrá! Svo fá Japanir sér hluta í þættinum en þeir eiga sennilega heimsmetið fyrir hugmyndaríka leikjaþætti sem eru oftast mjög steiktir.
Við förum svo í vandræðalegan og óþægilegan spurningaleik og fyrsta dagbók Birkis lítur dagsins ljós!