Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Aug 18, 2024
Disney
Sunday Aug 18, 2024
Sunday Aug 18, 2024
Það er mikið um glens og grín í þessum þætti eins og alltaf þegar Herpes bræður mæta, Davíð og Þröstur. Við losnum ekki við þá, þeir bara mæta aftur og aftur! Birkir byrjar þáttinn á því að kasta fram sinni hugmynd að framhaldslífi hvolpasveitarinnar fyrir eldri kynslóðir, eiginlega bara mjög góð hugmynd að bíómynd. Svo klúðrar hann brandara sem hann fékk gefins.
En svo förum við í umræðu þáttarins, um Disney samsteypuna.
Lét Walt Disney í alvöru frysta sig eftir dauðann? Voru Disney teiknimyndir fortíðarinnar með áróður tengdu stríði? Er Disney að miða á rangan markhóp í dag með Marvel og Star Wars? Er Disney of mikið á “woke” vagninum? Var Tinkerbell að dreifa álfaryki eða englaryki og var Mjallhvít íslensk? Svo kemur Þröstur með reynslusögu úr heimsókn í Disney World, sem er peningamaskína fyrir Disney en peningasvarthol fyrir fjölskyldur.
Þetta og margt fleira kemur í dagsljósið í þessum bráðskemmtilega þætti. Herpes bræður fara svo í spurningakeppni í lok þáttar þar sem ýmsar óþægilegar spurningar líta dagsins ljós, af hverju var Davíð hent út af facebook og instagram? Það er stóra spurningin í lífinu!



Sunday Aug 11, 2024
Íslenska Jackass
Sunday Aug 11, 2024
Sunday Aug 11, 2024
Í þessum þætti gefst ykkur tækifæri á að kynnast aðeins skuggalegri fortíð þáttastjórnenda.
Fyrst tökum við létt spjall um þessa blessuðu endalausu Ólympíuleika á léttum nótum og Birkir talar um að hann ætli að taka jákvætt ár þrátt fyrir íslenska sumarið sé að drepa hann tilfinningalega.
Við ætlum að rifja upp gömul strákapör í hópnum Krass sem var hið íslenska Jackass, byrjuðum meira að segja á undan Jackass (Já, við erum gamlir). Við tölum um atriði sem við gerðum eins og þegar það kviknaði í Birki, þegar við vorum fengnir til þess að hita upp fyrir Jackass 2, þegar við tókum live show á Akureyri, þegar við vöktum athygli meðlima Jackass hópsins á myspace í fortíðinni og þegar við komum fram í þáttunum Top 20 Most Dumbass Daredevils en Top 20 Most serían var vinsæl í sjónvarpi hér á landi meðal annars, og þegar við komum á MTV. Og við tölum um enn fleiri lífshættuleg atriði sem við tókum upp, einnig tölum við um bölvunina sem hvíldi á hópnum sem lagði niður hvert fyrirtæki eftir annað. Popptívi, XFM, NFS fréttastöðina, minnsirkus og fleira.
Við tökum svo símahrekki í lokin á nokkra vel valda vini og kunningja.
Við munum svo auðvitað setja inn krassandi myndbönd tengd þættinum á Instagram og TikTok.



Sunday Aug 04, 2024
Skrítnir fundnir hlutir
Sunday Aug 04, 2024
Sunday Aug 04, 2024
Birkir byrjar á því að tala um sitt sjötta skilningarvit sem tengist klósettferðum Daða. Frekar einkennilegt...
En í þessum þætti förum við yfir skrítna hluti sem hafa fundist á jörðinni. Hlutir eins og hinn dularfulli London hamar, Baghdad battery sem er 2.000 ára gömul rafhlaða, fjársjóður sem fannst undan ströndum Ísraels, nokkrir 2 metra háir Lego kallar sem hafa fundist á ströndum við Ameríku og Evrópu. Dularfull dúkka úr Titanic sem fannst á undan skipinu sjálfu. Sjalið hans Jesú, falsað eða ekki falsað? Birkir fræðir okkur svo um smíði pýramídanna og Daði fjallar um þorpið sem fannst á hafsbotni...Atlantis?
Birkir fer svo í leik í lokin í boði Daða.



Sunday Jul 28, 2024
Viðtal: Frosti Logason
Sunday Jul 28, 2024
Sunday Jul 28, 2024
Við fengum hlaðvarpsmógúlinn Frosta Logason til okkar í skemmtilegt spjall þar sem við förum til dæmis yfir Mínus ferilinn og rokk ævintýrin, hvernig það var að túra með Papa Roach og hita upp fyrir bönd eins og Incubus, Muse, Velvet Revolver, Metallica og fleiri. Við ræðum einnig um woke kúltúrinn á Íslandi, Big Pharma, Trumpismann, sjóævintýri Frosta, hlaðvarpsheiminn og margt fleira. Skemmtilegt spjall þar sem við förum yfir víðan völl!



Sunday Jul 21, 2024
Skemmtilegar staðreyndir
Sunday Jul 21, 2024
Sunday Jul 21, 2024
Hellum okkur í tilgangslausa fróðleikinn!
Hversu þung eru ský! Vatn er ekki blautt! HA! Heilinn á þér er stanslaust að borða sjálfan sig, hver var hauslausi Mike sem lifði vel og lengi...hauslaus. Hvað eru margir með þriðju geirvörtuna, af hverju frýs heitt vatn hraðar en kalt vatn og af hverju klæjar okkur í húðina!!! Þú færð svör við helstu mysteríum lífsins í þessum þætti, svo hendir Daði í leik fyrir Birki og við komumst að því hvort hann sé skarpari en skólakrakki og auðvitað endar þetta á Dagbók Daða þar sem blautir draumar koma við sögu...



Sunday Jul 14, 2024
Birkir kemur frá Tene!
Sunday Jul 14, 2024
Sunday Jul 14, 2024
Dáðasti sonur Íslands (að eigin sögn) snýr aftur heim eftir tveggja vikna skelfingarútlegð!
Birkir ferðaprinsessa snýr tilbaka frá Tenerife og er ansi svipaður Ross úr Friends þegar hann fór í misheppnaða brúnkuspreyið. Birkir segir okkur aðeins frá klikkuðu villunni sem hann gisti í og færði sig svo á 5 stjörnu hótel með nektarnýlendu á þakinu sem hann sver að hann heimsótti ekki, villa er auðvitað ekki nóg fyrir garðbæinginn okkar. Hann sleikti sárin með því að leigja snekkju, bara ósköp venjuleg utanlandsferð.
Svo vildi Birkir fá update af því sem gerðist í heiminum á meðan hann lá í sólarmóki. Hann fær að vita að síðasta eldgos er búið. Hann furðar sig á því hvað þetta EM er sem allir tala um. Við ræðum um snöggfrægð Hailey „Hawk Tuah“ Welch og einnig Bobbi Althoff. Svo hlægjum við að Biden og Trump og förum yfir viðburði, hluti og staði sem eru yngri en þeir báðir. Birkir hendir svo Daða í „Ertu skarpari en skólakrakki“ leik og Dagbók Birkis lítur dagsins ljóss í fyrsta og kannski síðasta skipti, svo auðvitað rekur Dagbók Daða lestina í lokin.



Sunday Jul 07, 2024
The 80´s
Sunday Jul 07, 2024
Sunday Jul 07, 2024
Þáttur dagsins er eiginlega búbblur, bjór og Jager!
Við byrjum á ranti um hunda út af einhverju, það bara byrjaði einhvernveginn, Daði talar um hundaárás sem hann lenti í og Birkir segir okkur frá því þegar hann rétt slapp frá mannætuvillihundum á Krít.
En svo er það málefni þáttarins, the 80´s eða áttundi áratugurinn!
Hvor er svalari, Gen X eða Millennials? Hver man ekki eftir VHS, floppy diskum, prime time Michael Jackson, Alf, Rubik´s Cube, Garbage Pail Kids, boomboxum, Walkman, breikdans, ógeðslegu 80´s fötunum og He-man og mörgu mörgu fleiru, eflaust margir sem muna ekkert eftir þessu, en við gerum það og fjöllum um þetta og margt fleira sem var hér og þar á áttunda áratugnum, sem var helvíti magnaður áratugur!



Sunday Jun 30, 2024
Skrítnar íþróttir
Sunday Jun 30, 2024
Sunday Jun 30, 2024
Í þessum þætti förum við yfir skrítnar íþróttagreinar eins og Chess boxing, Camel jumping, Man Vs Horse maraþon, Cheeserolling, Wife carrying, Fireball football og Beer mile, en allt eru þetta viðurkenndar greinar í sínu landi, eða eins viðurkenndar og hægt er, þetta er brot af því sem við förum yfir, við ræðum einnig stórafreksíþróttaferlana okkar, hefði Birkir endað í landsliðinu í körfubolta? Gat Daði eitthvað í einhverju? Birkir tekur svo rant um ræktina, gallaðan BMI skala og Ozempic, og hvor okkar hefur aldrei séð Harry Potter?? Svo endar þetta á því að Birkir fer í einstaklega ruglandi leik og Dagbók Daða lætur sig ekki vanta...