Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Oct 20, 2024
Árið var ... 1994!
Sunday Oct 20, 2024
Sunday Oct 20, 2024
Við byrjum þáttinn á smá ASMR bjórfroðu alveg óvart. Birkir mýkist upp og talar um hvað það er hollt að opna sig, eins og einhverjir vinir okkar gerðu á síðasta djammi, allir opnir með tilfinningar, Daði var þarna en var ekki að hlusta...what a guy! Birkir ræðir sína vegferð í því að tjá sig um tilfinningar og aðstæður og við hvetjum alla til þess að gera það!
Svo förum við í málefni þáttarins, Árið 1994! Stórmerkilegt ár með stórmerkilegum viðburðum, bíómyndum, tónlist og fleira, við skoðum líka hvaða merkilega fólk lést þetta ár og hvaða stórstjörnur fæddust, hvaða stórviðburðir áttu sér stað á Íslandi þetta ár, sem og í heiminum, vertu tilbúin/n til þess að fræðast helling, um árið 1994!



Sunday Oct 13, 2024
Ógeðslega pirrandi
Sunday Oct 13, 2024
Sunday Oct 13, 2024
Kaótískur þáttur með miðaldra karlmönnum sem láta allt fara í taugarnar á sér, og mæta í podcast til að tuða yfir því! Allavega, hinir heimsfrægu Herpes bræður sameinast í þessum þætti, bara gleði með það! Þátturinn byrjar á því að strákarnir gefa Daða misgóðar og misfurðulegar afmælisgjafir, svo er farið í málefni þáttarins...væl og pirring.
Við pirrum okkur á öllu! Eru trúarbrögð heimskuleg og rót alls ills í heiminum? Verða Palli var einn í heiminum eða Harry Potter að Jesús eftir 2.000 ár? Eru allar bardagaíþróttir heimskulegar? Vegan gæludýr, hvað er það? Er metingur á milli kynja pirrandi! Er Cancellation Nation er óþolandi þjóðflokkur og margt margt fokking fleira sem er pirrandi! Svo eru nýir styrktaraðilar að bætast við...segir Birkir!



Sunday Oct 06, 2024
Urban Legends
Sunday Oct 06, 2024
Sunday Oct 06, 2024
Eðlilega byrjum við þennan þátt á því að ræða allt ruglið í kringum P Diddy, did Diddy do what they Diddily say Diddi did? Við köfum ofan í það hvort við myndum mæta í svona partý og færum svo umræðuna yfir í stutt spjall um Playboy partýin sálugu og fræga fólkið þar.
Þá er það efni þáttarins, sem eru Urban Legends, er fjársjóður undir Skógarfossi, voru allir í The 27 club í raun myrtir, er Chupacabra til og bjó CIA til tölvuuleik árið 1981 í tilraunastarfsemi sem gerði fólk geðveikt? Þetta og margt fleira í þessum þætti sem lokast svo á því að Daði og Davíð lesa upp skrítnar auglýsingar frá vafasömum nýjum styrktaraðilum þáttarins!



Sunday Sep 29, 2024
Skrítnustu vörurnar
Sunday Sep 29, 2024
Sunday Sep 29, 2024
Við byrjum þáttinn á því að ræða nýskeðan ísbjarnarblús á Íslandi, Birkir er með lausnina að koma þeim aftur heim, en hann vill fá borgað fyrir það, svo er það umræða þáttarins!
Skrítnustu vörurnar, vörur sem eru eiginlega tilgangslausar og/eða skrítnar. Til dæmis Crocs grifflur, USB gæludýrasteinn, Glow in The Dark klósettpappír, geimverudildó sem verpir eggjum (ekki spyrja) og rafhlöður sem ganga fyrir þvagi, þetta og margt fleira í þessum þætti ásamt dagbók Davíðs!



Sunday Sep 22, 2024
Hot Takes
Sunday Sep 22, 2024
Sunday Sep 22, 2024
Jæja, þá er komið að hættulegasta þættinum okkar, hann byrjar sakleysislega en keyrir sig svo klárlega í gang, kannski að viðkvæmu blómin sleppi þessum. Við byrjum samt á því að ræða tanið hans Davíðs, Birkir segir okkur reynslusögu sem fjallar um það hversu stutt það væri að hann myndi kúka í sig í bílnum sínum. Svo taka Hot Takes við, hvað eru hot takes segirðu, það er eitthvað sem einhver hefur sterka skoðun á sem þarf alls ekki að endurspegla skoðanir annarra, og gerir það sennilega sjaldnast, þetta byrjar létt, og verður svo umdeildara, sumar skoðanir dansa á línunni en við tökum fram að það er bannað að cancella okkur...af því að það er ekki í boði. Daði spyr svo strákana óþægilegra spurninga í lokin!



Sunday Sep 15, 2024
Skrítnir sjúkdómar
Sunday Sep 15, 2024
Sunday Sep 15, 2024
Birkir byrjar þáttinn á því að væla yfir bakverkjum, enda kominn vel yfir fertugt. Við tökum Davíð aðeins í drithornið, bara fastir liðir.
Svo tökum við umræðu þáttarins um skrítna sjúkdóma. Til dæmis hraðöldrunarsjúkdóm, Cotard´s heilkennið þar sem fólk er fullvisst um að það sé látið, þótt það sé það ekki, Kluver-Buxy heilkennið sem orsakar fullt af óþarfa káfi! Treeman syndrome, já, googlið bara myndir af því ef þið þorið! Og auðvitað PSAS sjúkdóminn sem veldur því að þú eyðir heilum dögum í það að vera alveg að fá fullnægingu, en hún kemur ekki af sjálfsdáðum, bara svona dass nett til að pína þig! Þessir sjúkdómar og heilkenni og svo margt miklu fleira í þessum þætti, þátturinn endar svo á því að Birkir leggur nokkrar spurningar fyrir Daða og Davíð.



Sunday Sep 08, 2024
Fræga fólkið
Sunday Sep 08, 2024
Sunday Sep 08, 2024
Við byrjum þáttinn á tæknilegum örðugleikum, bara gaman að því. En í þessum þætti ætlum við að þræða hinn flókna og stundum dökka heim fræga fólksins. Við förum yfir það hverjir eru vonda fólkið, ofbeldisseggir og misnotarar, hverjir eru hreinlega bara fávitar, en þátturinn er ekki bara á neikvæðu nótunum, því við könnum líka hvaða fræga fólk er bara doldið næs! Daði dæmir Michael Jackson, Birkir segir okkur frá „The Casting Couch“. Við ræðum þegar Will Smith sýndi sitt rétta andlit. Var Elvis dálítill perri? Þetta er sennilega einn gelgjulegasti þátturinn okkar, en skemmtilegur er hann...hlutlaust mat!
Þátturinn klárast svo á því að Birkir setur Daða í leikinn „Hvort myndirðu frekar“ og Daði endar á því að rjúka út!



Sunday Sep 01, 2024
Ólympíuleikarnir
Sunday Sep 01, 2024
Sunday Sep 01, 2024
Í þessum þætti ætlum við að fara rétt ofan í sögu Ólympíuleikanna á okkar sérstaka hráa hátt. Við byrjum á að stikla á því skemmtilega úr þeim síðustu og förum svo yfir hinar furðulegustu „íþróttir“ sem voru eitt sinn inni í þessum leikum. Eins og dúfu skotkeppni, nei, ekki leirdúfu skotkeppni, heldur dúfu skotkeppni! Púðluhundasnyrting sem 128 keppendur tóku þátt í, það voru veittar medalíur fyrir málaralist sem var eiginlega bara að kasta málningu úr fötu og reyna að fá flottustu áferðina. Við komumst að því að klikkuðustu Ólympíuleikarnir fóru fram árið 1900. Og eitt sinn sendu víst Spánverjar fullheilbrigt lið fyrir sína hönd á Ólympíuleika fatlaðra. En við byrjum þáttinn á því að rifja upp nineties unglingamyndir sem Birkir er að binge-a þessa dagana.