Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday May 04, 2025
Búbblur & Bjór
Sunday May 04, 2025
Sunday May 04, 2025
Birkir og Davíð fá sér slatta í glas og velta steinum á ýmsum pælingum, Birkir endar svo þáttinn á því að lesa “barna”bókina sína.
Þetta er geggjaður þáttur, góða skemmtun!



Sunday Apr 27, 2025
Sturlaðar staðreyndir
Sunday Apr 27, 2025
Sunday Apr 27, 2025
Gleðilegt sumar!!!!
Birkir og Davíð byrja á smá spjalli hvað gerðist um páskana. Katie Perry fór út í geim, þeir hafa skoðun á því. Svo eru það sturlaðar staðreyndir og sumar eru sko gjörsamlega sturlaðar!



Sunday Apr 20, 2025
Hvað ertu að horfa á?
Sunday Apr 20, 2025
Sunday Apr 20, 2025
Gleðilega páska, samt ekki páskaþáttur!
Birkir og Davíð byrja þáttinn á ritskoðun varðandi það hvað má segja og hvað má ekki segja. Svo fara þeir út í hvaða þættir eru bestir sem eru í gangi akkurat núna og það sem þeir eru að horfa á og þeir skoða einnig kvikmyndir sem þeim hlakkar til að sjá.



Sunday Apr 13, 2025
1 apríl
Sunday Apr 13, 2025
Sunday Apr 13, 2025
Birkir og Davíð byrja á lélegu apríl gabbi. Birkir talar svo um umdeilt 1 apríl gabb þegar hann var í skóla…. já hann fór í skóla.
Svo ræða strákarnir um apríl göbb um víðan heiminn. Þeir hringja svo í Daða til að fíflast í honum.
Góða skemmtun, verið góð við hvert annað



Sunday Apr 06, 2025
Hot Ones
Sunday Apr 06, 2025
Sunday Apr 06, 2025
Hot Ones! Nei, við erum ekki að segja að við séum hot, þó við vissulega höldum því fram þegar enginn heyrir í okkur. Þessi þáttur er geggjaður! Birkir og Davíð prófa nokkrar Hot Sauce (úr hinu fræga Hot Ones) og fara ofar og ofar í styrkleika, Daði hlær að þessu og lengir sársaukann með tilgangslausri spurningarkeppni, vídeóþáttur á Spotify einfaldlega vegna þess að þið verðið að sjá þá þjást meira og meira!



Monday Mar 31, 2025
AI spurningar
Monday Mar 31, 2025
Monday Mar 31, 2025
Við byrjum á léttum nótum með frétt um píramídana Í Giza og förum svo út í gráa fiðringinn út af því að við erum miðaldra.
Davíð spurði AI hvað við ættum að tala um og hann fékk fimm spurningar sem við reyndum að svara misvel. Endum svo á hilarious nöfnum sem myndast þegar fólk giftir sig í Bandaríkjunum!



Sunday Mar 23, 2025
Geitur
Sunday Mar 23, 2025
Sunday Mar 23, 2025
Við byrjum á hefðbundnu bulli en förum svo yfir það hver er geitin í ýmsum brönsum, fótbolta, körfubolta, tónlist, kvikmyndir og svoleiðis. Svo förum við í skemmtilegan leik í lokin, óhætt að segja að hann er nokkuð frumlegur!



Tuesday Mar 18, 2025
Komnir úr fríi, hvað gerðist?
Tuesday Mar 18, 2025
Tuesday Mar 18, 2025
Komnir úr stuttu fríi og við ræðum sumt af því sem við misstum af, hvað við erum búnir að vera að gera síðustu vikur, hverjir eru að míkródósa sveppi, eru Óskarsverðlaunin orðin marklaus, íslenska Eurovision, Trump og fáránleikinn í kringum hann undanfarið, við komumst að því að Daði veit ekkert um Harry Potter, vitum ekki hvaða stein hann skreið undan, og við lokum þættinum á yfirferð yfir ansi sérstök íslensk drengjanöfn sem eru í boði!
Talandi um góð nöfn!
Brad + Angelina = Brangelina
Ben + Jennifer = Bennifer
Trump + Vance = Trance
😁