Búbblur & Bjór

Birkir og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, Daði og Þröstur mæta við og við til þess að leggja málefnum lið, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Mar 31, 2024
Páskablaður
Sunday Mar 31, 2024
Sunday Mar 31, 2024
Við tökum aðeins öðruvísi þátt núna þar sem við spjöllum um nýyfirstaðna rosalega Amsterdam ferð, við smökkum nokkra páskabjóra og páskaegg, Birkir les upp úr „Dagbók Daða“, við tölum um málefni líðandi stundar, Eurovision, Óskarsverðlaunin, peningarán, 10 ára gutta sem stal leigubíl og Birkir fær eina bestu hugmynd tengda íslensku páskaeggjunum, GAMECHANGER fyrir framtíðina! Gleðilega páska!



Sunday Mar 24, 2024
Dýr mistök
Sunday Mar 24, 2024
Sunday Mar 24, 2024
Í þessum þætti förum við yfir allsskonar dýr mistök í heiminum, allt frá heimskulegum ákvörðunum til hreinnar óheppni! Dýr mistök í kvikmyndum? Hvað gerðist þegar kók ákvað að hressa upp á kókuppskriftina 1985? Hvað kostaði það umboðsmann að taka ekki að sér Bítlana? Hversu mikið töpuðu bókaútgefendur á því að trúa ekki á J.K Rowling? Þetta og mörg önnur mistök í þessum þætti!



Sunday Mar 17, 2024
Viðtal: Sverrir Bergmann
Sunday Mar 17, 2024
Sunday Mar 17, 2024
Við fengum gamlan og góðan vin í spjall og förum við yfir ansi margt áhugavert!
Við byrjum á því að hneysklast á og greina búbblufíkn Birkis. Við tölum um fyrstu þjóðhátíð Sverris og Birkis, þar sem Birkir var handjárnaður við stelpu í 24 klukkutíma og sú stelpa var ekki í lögreglunni. Sverrir talar um það þegar hann lenti á sama pókerborði í Vegas og stærsta idol-ið sitt og svo metur hann karaoke frammistöðu Daða og Birkis, hann skellir sér líka í hraðaspurningar og svo hið klassíska ríða, drepa, giftast! Stórskemmtilegur þáttur með stórskemmtilegum gest.
Við minnum á instagram síðuna okkar og TikTok þar sem slatti af efni kemur inn í hverri viku :)
www.bubblurogbjor.is geymir alla linkana sem þú þarft til þess að finna okkur á samfélagsmiðlum.



Sunday Mar 10, 2024
Verstu störfin í heiminum
Sunday Mar 10, 2024
Sunday Mar 10, 2024
Í þessum þætti er nettur galsi í gangi þar sem við byrjuðum á búbblum og bjór töluvert áður en við mættum í upptökur. Við förum við yfir verstu störf í heiminum í gegnum tíðina, eða þorrann af þeim. Allt frá því að smakka mögulega eitraðan mat fyrir konungsfólk í það að senda börn niður í strompa, og allt þar í kring. Ruglum og bullum og förum í skemmtilegan leik sem er um leið barnalegur og fáránlega fyndinn, eða það fannst okkur allavega eins og greinilega heyrist!



Sunday Mar 03, 2024
Darwin verðlaunin
Sunday Mar 03, 2024
Sunday Mar 03, 2024
Charles Darwin var einhver klárasti gaur allra tíma....er okkur sagt allavega...
Það er því tilvalið að skíra verðlaun sem tengjast því að deyja í ótrúlegri heimsku eftir þessum gáfaða manni. Í þessum þætti förum við yfir nokkur dauðsföll sem hlutu Darwin verðlaunin, eða The Darwin Awards eins og þau heita á ensku. Allt frá því að fara fram af risafossi sem þótti frábær óreynd hugmynd og að því að reyna að stoppa byssukúlu með bók! Allt frábærar hugmyndir, sem reyndust svo bara alls ekkert það frábærar! Svo kemur í ljós að Birkir var einu sinni ansi nálægt því að næla sér í verðlaunin, það myndband mun rata inn á instagram þáttarins ;)



Sunday Feb 25, 2024
Viðtal: Þórhallur Þórhallsson
Sunday Feb 25, 2024
Sunday Feb 25, 2024
Í þessum þætti fáum við hinn stórskemmtilega Þórhall Þórhallsson til okkar í viðtal. Við ræðum við hann um það þegar hann vann keppnina Fyndnasti maður Íslands árið 2007, þegar hann hitaði upp fyrir montrassinn Pablo Fransisco og hinn viðkunnanlega Jon Lajoie, hvernig hann dílar við “hecklers”, gamall karakter úr morgunþættinum Magasín á FM 957 er endurvakinn, Óskiljanlegi Bretinn og hann tekur hrikalega fyndinn símahrekk, svo tæklar hann líka Ríða, drepa, giftast á stórkostlegan hátt! Ég held að það sé óhætt að segja að við skemmtum okkur allir svakalega vel og þú munt gera það líka, eftir hverju ertu að bíða, ýttu á play ;)



Sunday Feb 18, 2024
Uppfinningar
Sunday Feb 18, 2024
Sunday Feb 18, 2024
Í þessum þætti förum við yfir frábærar uppfinningar mannsins, ömurlegar uppfinningar mannsins og fáránlega fyndnar og jafnvel tilgangslausar uppfinningar mannsins. Til dæmis: Hjólastóll með pedölum, skautabarnaróla, barnabúr í glugga, dildo ruggustóllinn og hver var það sem fann upp helvítis pop up auglýsingar í tölvunni þinni! Við nafngreinum þann andskota!



Sunday Feb 11, 2024
Trúmál
Sunday Feb 11, 2024
Sunday Feb 11, 2024
Í þessum þætti fáum við 2 gesti, Davíð sem kemur sem trúarsérfræðingur og Þröstur sem er ekta Íslendingur og trúir á álfa. Það er kominn safi í hópinn þar sem við erum að halda upp á afmælið hans Birkis þennan dag og vafasamar skoðanir koma í ljós. Birkir segir okkur frá draug sem ofsækir vinnustaðinn hans, Daði kallar Jodie Foster bölvaðan lygara, Þröstur trúir ekki á glimmer fullnægingu álfa, og er Davíð satanisti eða ekki? Í þessum þætti er mörgum spurningum svarað og sumar eru hreinlega ekki svaraverðar!










