Í þessum þætti gefst ykkur tækifæri á að kynnast aðeins skuggalegri fortíð þáttastjórnenda.
Fyrst tökum við létt spjall um þessa blessuðu endalausu Ólympíuleika á léttum nótum og Birkir talar um að hann ætli að taka jákvætt ár þrátt fyrir íslenska sumarið sé að drepa hann tilfinningalega.
Við ætlum að rifja upp gömul strákapör í hópnum Krass sem var hið íslenska Jackass, byrjuðum meira að segja á undan Jackass (Já, við erum gamlir). Við tölum um atriði sem við gerðum eins og þegar það kviknaði í Birki, þegar við vorum fengnir til þess að hita upp fyrir Jackass 2, þegar við tókum live show á Akureyri, þegar við vöktum athygli meðlima Jackass hópsins á myspace í fortíðinni og þegar við komum fram í þáttunum Top 20 Most Dumbass Daredevils en Top 20 Most serían var vinsæl í sjónvarpi hér á landi meðal annars, og þegar við komum á MTV. Og við tölum um enn fleiri lífshættuleg atriði sem við tókum upp, einnig tölum við um bölvunina sem hvíldi á hópnum sem lagði niður hvert fyrirtæki eftir annað. Popptívi, XFM, NFS fréttastöðina, minnsirkus og fleira.
Við tökum svo símahrekki í lokin á nokkra vel valda vini og kunningja.
Við munum svo auðvitað setja inn krassandi myndbönd tengd þættinum á Instagram og TikTok.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.