Við byrjum þáttinn á tæknilegum örðugleikum, bara gaman að því. En í þessum þætti ætlum við að þræða hinn flókna og stundum dökka heim fræga fólksins. Við förum yfir það hverjir eru vonda fólkið, ofbeldisseggir og misnotarar, hverjir eru hreinlega bara fávitar, en þátturinn er ekki bara á neikvæðu nótunum, því við könnum líka hvaða fræga fólk er bara doldið næs! Daði dæmir Michael Jackson, Birkir segir okkur frá „The Casting Couch“. Við ræðum þegar Will Smith sýndi sitt rétta andlit. Var Elvis dálítill perri? Þetta er sennilega einn gelgjulegasti þátturinn okkar, en skemmtilegur er hann...hlutlaust mat!
Þátturinn klárast svo á því að Birkir setur Daða í leikinn „Hvort myndirðu frekar“ og Daði endar á því að rjúka út!
Version: 20241125
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.