Það er mikið um glens og grín í þessum þætti eins og alltaf þegar Herpes bræður mæta, Davíð og Þröstur. Við losnum ekki við þá, þeir bara mæta aftur og aftur! Birkir byrjar þáttinn á því að kasta fram sinni hugmynd að framhaldslífi hvolpasveitarinnar fyrir eldri kynslóðir, eiginlega bara mjög góð hugmynd að bíómynd. Svo klúðrar hann brandara sem hann fékk gefins.
En svo förum við í umræðu þáttarins, um Disney samsteypuna.
Lét Walt Disney í alvöru frysta sig eftir dauðann? Voru Disney teiknimyndir fortíðarinnar með áróður tengdu stríði? Er Disney að miða á rangan markhóp í dag með Marvel og Star Wars? Er Disney of mikið á “woke” vagninum? Var Tinkerbell að dreifa álfaryki eða englaryki og var Mjallhvít íslensk? Svo kemur Þröstur með reynslusögu úr heimsókn í Disney World, sem er peningamaskína fyrir Disney en peningasvarthol fyrir fjölskyldur.
Þetta og margt fleira kemur í dagsljósið í þessum bráðskemmtilega þætti. Herpes bræður fara svo í spurningakeppni í lok þáttar þar sem ýmsar óþægilegar spurningar líta dagsins ljós, af hverju var Davíð hent út af facebook og instagram? Það er stóra spurningin í lífinu!
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.