Varúð: Þessi þáttur dansar á línunni á köflum!
Við kryfjum árið 2024 í þessum þætti ásamt því að fara í drykkjuleiki. Daði færir Birki litla jólagjöf eftir að hafa fengið móral þegar Birkir gaf strákunum gjöf í síðasta þætti, Birkir segir frá trufluðum draum um strákana sem hann fékk sem var svona pínu ja…kynferðislegur, svo taka við drykkjuleikir til að koma okkur í gang, Davíð tekst einhvernveginn illa að skilja þá samt, við ræðum svo árið og tökum meðal annars fyrir veðurfar á Íslandi sem náði nýjum lægðum þetta árið, Wok On ævintýrið, eldgosin, Diego úr A4, ísbjörninn sem mætti, helvítis parísarhjólið í Reykjavíkurhöfn, Hawk Tuah ruglið, P. Diddy málið, skotárásina á Donald Trump, drónarnir í Bandaríkjunum og slitnir sæstrengir, svo eiga Dagbók Daða og Dagbók Davíðs óvæntar endurkomur. Við fáum líka að heyra þegar Fatman Scoop, R.I.P. og gengið hans ætlaði að ráðast á Birki en Daða tókst að settla málin. Davíð fer svo yfir algengustu leitarorðin á Pornhub á árinu enda er það honum hjartans mál, pé ess, Davíð var fulli kallinn!
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.