Búbblur & Bjór

Birkir og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, Daði og Þröstur mæta við og við til þess að leggja málefnum lið, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Jan 18, 2026
Heimskulegar ákvarðanir
Sunday Jan 18, 2026
Sunday Jan 18, 2026
Hvað færðu ef þú blandar saman Herpes bræðrum og einum Birki. Jú, þú færð Bakkabræður!
Bakkabræður eru mættir í þessum þætti, Birkir, Davíð og Þröstur og þeir ætla að renna yfir heimskulegustu ákvarðanir sem mannveran hefur tekið í gegnum tíðina, margar ansi heimskulegar.
Svo fara þessir snillingar yfir heimskulegar ákvarðanir sem þeir hafa sjálfir tekið, þær eru margar heimskulegri en flest sem heimskt er.



Sunday Jan 11, 2026
Læknamistök
Sunday Jan 11, 2026
Sunday Jan 11, 2026
Birkir, Davíð og Þröstur eru komnir saman á fallegum og köldum vetrardegi á höfuðborgarsvæðinu með heitt kakó við hönd, allir undir sama teppi, einn eða tveir berir að neðan, en það er aukaatriði, í þættinum í dag ræða þeir um rosaleg læknamistök, við þekkjum öll læknaskrift, það getur enginn lesið hana, engin furða að eitthvað fer úrskeiðis. Davíð heldur því fram að hann sé mistök, það verður grafið djúpt ofan í það ásamt Dr. Phil. Svo er Birkir með skýrslu um síðasta djamm hjá Davíð sem gæti hafa verið eitthvað vafasamt!



Sunday Jan 04, 2026
Kvikmynda kenningar
Sunday Jan 04, 2026
Sunday Jan 04, 2026
Strákarnir byrja jákvæðir á nýju ári og stefna á það að halda árinu öllu þannig. Jói kemur aftur sem gestastjórnandi af því að Davíð er búinn að vera týndur síðan í fyrra! Finnum hann vonandi fljótlega.
Í þessum þætti er farið yfir allsskonar kvikmynda kenningar, sumar eru stórfurðulegar, aðrar mjög áhugaverðar og hinar afskaplega fyndnar. Ef þú fílar að pæla í bíómyndum, þá gæti þessi þáttur verið fyrir þig!



Sunday Dec 28, 2025
Áramótin 25/26
Sunday Dec 28, 2025
Sunday Dec 28, 2025
Það eru smá mannabreytingar, einhverjir á bekknum og aðrir koma inn í staðinn, Birkir og Þröstur fá splunkunýjan gestastjórnanda í þáttinn, den danske Joe, og svo mætir Daði eftir að hafa sofið yfir sig. Davíð situr hjá þetta skiptið vegna þess að hann er dáinn, já aftur! Strákarnir fara yfir jólahátíðina og stikla svo yfir það helsta á árinu sem er að líða, sumt skemmtilegt, annað ekki. Inn um eitt og út um hitt eins og best er á kosið! Gleðilegt nýtt ár!



Sunday Dec 21, 2025
Jólin 2025 & þáttur #100!
Sunday Dec 21, 2025
Sunday Dec 21, 2025
Allir lúðarnir eru komnir saman í tilefni jóla og þáttar númer HUNDRAÐ!
Birkir, Daði, Davíð og Þröstur fóru í Secret Santa leik og það fá allir pakka, misdýra, misgóða og mismikið notagildi. Þeir fara svo yfir sína uppáhaldsþætti úr Búbblum & Bjór seríunni ásamt því að ræða allt þetta skemmtilegasta í gegnum tíðina.



Sunday Dec 14, 2025
Ofmetið
Sunday Dec 14, 2025
Sunday Dec 14, 2025
Hvað er betra en 4 miðaldra karlar að kvarta yfir einhverju sem skiptir ekki máli? Nákvæmlega ekkert! Hér eru allir 4 lúðarnir mættir til þess að fara yfir hvað þeim finnst ofmetið, iPhone, pizza, hljómsveitir og margt annað, það verður meira að segja hálfgert rifrildi á einu málefni!



Sunday Dec 07, 2025
Fjársjóðir
Sunday Dec 07, 2025
Sunday Dec 07, 2025
Birkir og Davíð renna yfir sögur af fólki sem hefur fundið allsskonar fjársjóði fyrir algjöra tilviljun, í bakgarði, á ströndinni og annarsstaðar. Hver væri ekki til í að ramba óvart á eitthvað gull!



Sunday Nov 30, 2025
Siðir sem við gerum
Sunday Nov 30, 2025
Sunday Nov 30, 2025
Birkir og Davíð fara saman yfir hefðbundna og hversdagslega siði, við tökum ekkert endilega eftir því að við erum að gera suma, en af hverju skálum við, af hverju eru konur alltaf í hvítum kjólum við giftingu, þetta og margt fleira algengt og hversdagslegt er grandskoðað í þessum þætti!










