Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Sunday Jul 06, 2025
Stríð
Sunday Jul 06, 2025
Sunday Jul 06, 2025
Það er fullur árabátur í dag og ekkert víst að hann sökkvi djúpt! Birkir, Daði, Davíð og Þröstur ræða um stríð sem hafa orðið eins og fyrsta og önnur heimsstyrjöldin, og hvort að þriðja heimsstyrjöldin sé handan við hornið. Einnig tala þeir 30 ára stríðið, krossferðina og eina stríð Íslendinga, þorskastríðið sem Birkir vill meina að hafi bara verið klessó leikur á skipum!



Sunday Jun 29, 2025
Skemmtilegt dót
Sunday Jun 29, 2025
Sunday Jun 29, 2025
Birkir, Davíð og Þröstur skemmta sér konunglega að rifja upp leikföng sem þeir léku sér með þegar þeir voru litlir og fleiri vinsæl leikföng í gegnum tíðina, Birkir kemur svo með svakalega sögu í lokin þegar einhverjir ónefndir en verða kannski nefndir aðilar rændu Rússa…



Sunday Jun 22, 2025
Tölvuleikir
Sunday Jun 22, 2025
Sunday Jun 22, 2025
Birkir, Davíð og Þröstur ræða um bestu og verstu tölvuleiki sem þeir hafa spilað í gegnum tíðina, það spannar allt í allt sirka 131 ár samanlagt, djöfull eru þeir gamlir! Þeir tala til dæmis um fornaldarleikinn Duck Hunt sem kom út á síðustu öld þegar þeir voru ungir, Super Mario Bros, Call of Duty, Rocket League og dónalega Larry leikinn...



Sunday Jun 15, 2025
Hryllingsmyndir
Sunday Jun 15, 2025
Sunday Jun 15, 2025
Birkir og Davíð fá Þröst í heimsókn og þeir ræða um bestu og verstu hryllingsmyndirnar í gegnum tíðina. Er Jaws hryllingsmynd eða ekki? Er Scream besta 90´s hryllingsmyndin? Er Freddy Krueger besti vondi kallinn? Vonandi hafiði jafn gaman af þessum þætti og við, góða skemmtun!



Sunday Jun 08, 2025
Rifist um tónlist
Sunday Jun 08, 2025
Sunday Jun 08, 2025
Það er fullur bátur í dag, 4 pungar á svæðinu samankomnir til þess að rífast aðeins um íslenska tónlist, smá safi kominn í alla og menn missammála. Hvaða lag er lélegast, hvaða hljómsveitir eru ömurlegar, hverjir hata Stuðmenn og Björk og hverjir ekki? Það er smá hiti í mönnum í þessum þætti!



Sunday Jun 01, 2025
Ripley´s Believe It Or Not
Sunday Jun 01, 2025
Sunday Jun 01, 2025
Birkir og Davíð fengu Þröst í heimsókn og ræddu um heilsu og hvað dadbod er. Svo tala þeir um Ripley´s Believe It Or Not sem er tengt allsskonar þvælu!



Sunday May 25, 2025
Harry Potter
Sunday May 25, 2025
Sunday May 25, 2025
Birkir og Davíð fengu Þröst í heimsókn og í þættinum fara strákarnir yfir Harry Potter myndirnar og öllu því tengdu. ADHD Birkir kemur sterkur inn í þennan þátt. Góða skemmtun!



Sunday May 18, 2025
Skytturnar fjórar
Sunday May 18, 2025
Sunday May 18, 2025
Þið fáið allar skytturnar fjórar í þættinum í dag, hálfgert ölæði í gangi þar sem við sláum í dagdrykkju og ræðum ýmsar pælingar eins og Zombie Apocalypse, íslensku sveitaböllin, tímaflakk, bláu og rauðu pilluna og margt fleira! Við förum að sjálfsögðu líka yfir lista á mest seldu bjórunum!