Búbblur & Bjór

Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall. Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Episodes
Episodes



Tuesday Mar 18, 2025
Komnir úr fríi, hvað gerðist?
Tuesday Mar 18, 2025
Tuesday Mar 18, 2025
Komnir úr stuttu fríi og við ræðum sumt af því sem við misstum af, hvað við erum búnir að vera að gera síðustu vikur, hverjir eru að míkródósa sveppi, eru Óskarsverðlaunin orðin marklaus, íslenska Eurovision, Trump og fáránleikinn í kringum hann undanfarið, við komumst að því að Daði veit ekkert um Harry Potter, vitum ekki hvaða stein hann skreið undan, og við lokum þættinum á yfirferð yfir ansi sérstök íslensk drengjanöfn sem eru í boði!
Talandi um góð nöfn!
Brad + Angelina = Brangelina
Ben + Jennifer = Bennifer
Trump + Vance = Trance
😁



Sunday Feb 09, 2025
Pælingar
Sunday Feb 09, 2025
Sunday Feb 09, 2025
Davíð byrjar þáttinn á því að misskilja allt, sem orsakar það að tilkynning sem átti að koma í lok þáttar kemur í byrjun þáttar, en bara gaman að því!
En viðfangsefni þáttarins eru bara almennar pælingar um hitt og þetta, við ræðum til dæmis Bonnie Blue og 1.057 manna ævintýrið hennar, Elon Musk hjarta/nasista kveðjuna, like veiðar á facebook, eldana í Los Angeles, voru þeir viljandi til að koma fyrir snjallborg 2028, og við ræðum margt margt fleira til viðbótar! Birkir og Davíð fara svo í stuttan kvikmyndaspurningarleik í lokin þar sem ótrúlegir hlutir eiga sér stað!



Monday Feb 03, 2025
Lélegar ofurhetjur
Monday Feb 03, 2025
Monday Feb 03, 2025
Seint kemur þessi en kemur þó, einu sinni er allt fyrst ;)
Við komumst að því strax í byrjun á þessum þætti að Magic Mike myndin á fáránlega vel við ævi Birkis, A.K.A Tragic Mike!
Örstutt kvikmyndaspjall og svo förum við í málefni þáttarins, við erum aðeins smitaðir hérna frá Marvel vs. DC þættinum og nú ætlum við að telja upp lélegustu ofurhetjur allra tíma! Ofurhetjur eins og Krypto The Dog, Mr. Immortal, Leather Boy, Big Bertha, Bouncy Boy, Mystery Men ofurhetjuhópinn og fleiri hrikalega misheppnaðar ofurhetjur!



Sunday Jan 26, 2025
Hrekkir
Sunday Jan 26, 2025
Sunday Jan 26, 2025
Eru allir á sterum eða að míkródósa sveppi?
Við byrjum á þessari pælingu. Svo fá Birkir, Davíð og Þröstur 5 óþægilegar spurningar. Svo fer svakaleg flækja í gang þar sem enginn skilur ekkert. Daði verður bara reiður!
Svo förum við út í það að ræða hrekki. Við ræðum íslenskan hrekk sem tengist CIA. Við ræðum svo hrekki sem við höfum tekið á hvorn annan og aðra í kringum okkur. Við fáum að heyra um nokkra geggjaða Punk´d hrekki, fávita sem halda að þeir séu fyndnir með því að skemma eitthvað fyrir öðrum, Davíð fræðir okkur um Kancho hrekkinn, við förum líka yfir hrekki sem hafa komið og farið sem trends. Við förum í léttasta Friends Quiz allra tíma. Þátturinn endar svo á svaka tvisti þar sem við fáum allir pistil frá betri helmingnum okkar!
Pé ess, þátturinn gengur misvel, möguleg ölvun gæti tengst þeim málum...



Sunday Jan 19, 2025
Tímaflakk
Sunday Jan 19, 2025
Sunday Jan 19, 2025
Þá er það þriðji þáttur janúar mánaðar, a.k.a árlegur afmælisþáttur Birkis!
Við byrjum þennan þátt á djúpum pælingum um pissuferðir karlmanna og svo kemur Daði með mjög djúpar kojufylleríspælingar um mannslíkamann. Svo tekur umræða þáttarins við, tímaflakk! Er það til, er það hægt, hafa tímaflakkarar komið á okkar tíma, hvað myndum við gera ef við gætum tímaflakkað? Við sjáum hvað snillingar á reddit myndu gera ef þeir gætu tímaflakkað, Birkir kemur með mest sannfærandi tímaflakkarasögu heims frá Úkraínu, við skoðum framtíðarspár Simpson þáttanna sem hafa ræst og rennum svo yfir tímaflakkskvikmyndir og þætti. Svo í lokin fær Birkir magnaða afmælisgjöf frá Daða sem enginn hlustandi má missa af!



Sunday Jan 12, 2025
Marvel vs. DC
Sunday Jan 12, 2025
Sunday Jan 12, 2025
Birkir byrjar þáttinn í jákvæðum janúar með tuði og væli yfir facebook keðjupóstum, svo hressist hann við! Við förum í það að ræða Marvel og DC, hvort er betra, hvernig byrjaði hitt og þetta, teiknimyndasögublöð, teiknimyndir og bíómyndir, við snertum eitthvað á þessu öllu, Davíð er með allsskonar staðreyndir um Marvel og DC sem fæstir vita, Daði fræðir okkur aðeins um Stan Lee, the man, the legend! Og Birkir er með lista yfir ofurhetjur frá Marvel og DC sem þú hefur aldrei heyrt um, en það er einmitt mjög góða ástæða fyrir því! Við fáum einnig að vita hvaða fræga poppstjarna ætlaði sér að vera Spider-Man og Birkir og Davíð fara svo í leik hjá Daða þar sem þeir giska á hvaða ofurhetja sagði þessa setningu! Eitt í viðbót, hver er þessi SEX NIGHTER!!??!!



Sunday Jan 05, 2025
Leikjaþáttur
Sunday Jan 05, 2025
Sunday Jan 05, 2025
Þessi þáttur er rosalegur, við ábyrgjumst það eiginlega að þú munir tárast úr hlátri allavega tvisvar sinnum.
Við byrjum nýtt ár á því að opna einn kaldan og fara í einn skemmtilegasta og misheppnaðasta spurningarþátt allra tíma! Við ræðum stuttlega um áramótaheit og íslenska leikjaþætti sem við munum eftir, eins og Bingó Lottó, SPK, Jing Jang og fleiri.
Svo förum við í spurningaleiki, Birkir og Þröstur keppast um að vita betur í Krakka kviss spurningum frá Daða, Birkir á svo mesta leikjaþáttaklúður í sögunni, hann setur Daða og Þröst í „Hvor þekkir hvorn betur“ og þessi leikur endar í þvílíku hysteríurugli að annað eins hefur aldrei sést, mikið hlegið og hneykslast, klúður frá A til Ö, spurningaleikur þar sem þátttakendur kunna ekki leikinn, og ekki heldur spyrillinn, þátturinn lokast svo á spurningarkeppni um bíómyndir, giskað út frá vísbendingum. Hér byrjum við árið á algjöru klúðri en djöfull var gaman!



Sunday Dec 29, 2024
Áramótin 24/25
Sunday Dec 29, 2024
Sunday Dec 29, 2024
Varúð: Þessi þáttur dansar á línunni á köflum!
Við kryfjum árið 2024 í þessum þætti ásamt því að fara í drykkjuleiki. Daði færir Birki litla jólagjöf eftir að hafa fengið móral þegar Birkir gaf strákunum gjöf í síðasta þætti, Birkir segir frá trufluðum draum um strákana sem hann fékk sem var svona pínu ja…kynferðislegur, svo taka við drykkjuleikir til að koma okkur í gang, Davíð tekst einhvernveginn illa að skilja þá samt, við ræðum svo árið og tökum meðal annars fyrir veðurfar á Íslandi sem náði nýjum lægðum þetta árið, Wok On ævintýrið, eldgosin, Diego úr A4, ísbjörninn sem mætti, helvítis parísarhjólið í Reykjavíkurhöfn, Hawk Tuah ruglið, P. Diddy málið, skotárásina á Donald Trump, drónarnir í Bandaríkjunum og slitnir sæstrengir, svo eiga Dagbók Daða og Dagbók Davíðs óvæntar endurkomur. Við fáum líka að heyra þegar Fatman Scoop, R.I.P. og gengið hans ætlaði að ráðast á Birki en Daða tókst að settla málin. Davíð fer svo yfir algengustu leitarorðin á Pornhub á árinu enda er það honum hjartans mál, pé ess, Davíð var fulli kallinn!